Benítez að bæta í vörn Liverpool?

Benítez er í meiðslavandræðum í vörninni en Kyrgiakos gæti verið …
Benítez er í meiðslavandræðum í vörninni en Kyrgiakos gæti verið á leið til liðsins. Reuters

Gríski varnarmaðurinn Sotiris Kyrgiakos, sem spilar með AEK Aþenu,  segist á heimasíðu sinni hafa samþykkt tilboð frá Liverpool. Kyrgiakos er þrítugur og á að baki 49 landsleiki fyrir Grikkland.

„Ég vil greina aðdáendum mínum frá því að ég fékk tilboð frá Liverpool , tilboð sem ég hef tekið. Ég skil að þetta komi á slæmum tíma, fyrir leik í Evrópudeildinni, en að spila fyrir Liverpool er einskonar sigur fyrir mig einnig. Ég hef tekið endanlega ákvörðun, sem var tekið af forseta og þjálfara félagsins,“ sagði Kyrgiakos á heimasíðu sinni.

Hvorki AEK Aþena né Liverpool hafa staðfest félagsskiptin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert