Nýliðarnir lögðu meistara United

Fernando Torres var aðeins fjórar mínútur að skora sitt fyrsta …
Fernando Torres var aðeins fjórar mínútur að skora sitt fyrsta mark á Anfield þetta leiktímabilið. Reuters

Fjórir leikir fara fram í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Manchester United sótti Burnley heim þar sem nýliðarnir unnu 1:0 sigur, Birmingham vann Portsmouth með marki á lokamínútunni, Tottenham vann stórsigur á Hull þar sem Jermain Defoe gerði þrennu og loks vann Liverpool 4:0 sigur á Stoke. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

18:45 Burnley - Manchester United 1:0, atvikalisti

Robbie Blake skoraði fyrsta mark Burnley á leiktíðinni og kom liðinu yfir gegn meisturunum á 19. mínútu. Eftir þunga sókn Burnley tók Blake boltann á lofti innan teigs og þrumaði honum í netið. Glæsilegt mark. Patrice Evra krækti svo í vítaspyrnu á 44. mínútu sem Michael Carrick tók en Brian Jensen varði það næsta auðveldlega.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inná sem varamaður á 73. mínútu líkt og fyrrum United-maðurinn Chris Eagles.

United sótti án afláts síðustu mínútur leiksins en það bar engan árangur og nýliðarnir fögnuðu því sigri.

Byrjunarlið United: Ben Foster - Wes Brown, Jonny Evans, Patrice Evra, John O'Shea, Michael Carrick, Anderson, Ryan Giggs, Ji-Sung Park, Wayne Rooney, Michael Owen.

18:45 Birmingham - Portsmouth 1:0, atvikalisti

James McFadden tryggði Birmingham nauman sigur með marki á lokamínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson gat ekki leikið með Portsmouth vegna meiðsla.

18:45 Hull - Tottenham 1:5, atvikalisti

Enski sóknarmaðurinn Jermain Defoe kom gestunum yfir á tíundu mínútu. Wilson Palacios bætti við öðru á fjórtándu mínútu. Nýliðinn hjá Hull Stephen Hunt minnkaði muninn á 25. mínútu en Defoe kom Tottenham í 3:1 á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Robbie Keane gerði svo fjórða mark Tottenham á 78. mínútu áður en Defoe gulltryggði 5:1 sigur liðsins með sínu þriðja marki.

19:00 Liverpool - Stoke 3:0, atvikalisti

Fernando Torres náði forystunni fyrir Liverpool strax á fimmtu mínútu eftir sendingu frá Steven Gerrard. Gerrard tók svo hornspyrnu undir lok hálfleiksins og sendi boltann á Dirk Kuyt sem átti skalla að marki en hann var varinn. Glen Johnson náði hins vegar frákastinu og „klippti“ boltann skemmtilega í netið, og skoraði þar með sitt fyrsta alvöru mark fyrir Liverpool.

Dirk Kuyt bætti við þriðja markinu fyrir Liverpool á 78. mínútu eftir góðan undirbúning Gerrard áður en varamaðurinn David N'Gog innsiglaði sigurinn eftir fyrirgjöf frá Glen Johnson.

Byrjunarlið Liverpool: Pepe Reina - Glen Johnson, Daniel Ayala, Jamie Carragher, Emiliano Insua, Dirk Kuyt, Javier Mascherano, Lucas Leiva, Yossi Benayoun, Steven Gerrard, Fernando Torres.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert