Liverpool hefur náð samkomulagi við miðvörðinn hávaxna, Sotirios Kyrgiakos frá AEK Aþenu í Grikklandi og er búist við að leikmaðurinn gangi til liðs við liðið með formlegum hætti fyrir helgi, að lokinni læknisskoðun á morgun.
„Hann er leikmaður með reynslu sem getur vonandi hjálpað okkur í vörninni. Hann er góður í loftinu, sterkur og með mikla baráttugleði. Hann fer í læknisskoðun fyrir helgi,“ sagði Rafael Benítez, stjóri Liverpool um leikmanninn.
Kyrgiakos er 1.92 cm á hæð og hefur áður leikið með Panathinaikos, Glasgow Rangers og Frankfurt. Þá á hann að baki 50 landsleiki fyrir Grikkland, en missti af EM 2004 vegna meiðsla, þar sem Grikkland varð Evrópumeistari.