Berbatov: Rooney betri en Ronaldo

Wayne Rooney, Rio Ferdinand og Dimitar Berbatov á æfingasvæði Manchester …
Wayne Rooney, Rio Ferdinand og Dimitar Berbatov á æfingasvæði Manchester United. Reuters

Dimitar Berbatov framherji Manchester United heldur því fram að Wayne Rooney sé betri leikmaður en Cristiano Ronaldo. Rooney átti frábæran leik með Englandsmeisturunum í gær þegar þeir burstuðu Wigan á útivelli, 0:5, en Rooney gerði tvö mörk í leiknum og þeir Berbatov, Owen og Nani sitt markið hver.

,,Ronaldo var frábær með okkur og ég er viss um að hann verði góður með Real Madrid. En mín skoðun er sú að sá leikmaður sem hefur mestu hæfileikana sé Wayne Rooney. Hann hefur ótrúlega hæfileika og hann mun verða einn af bestu leikmönnum í Evrópu til margra ára,“ segir Berbatov í viðtali við enska blaðið The Sun í dag.

,,Það sem vekur ógn hvað Wayne varðar er að hann á 4-5 ár í að komast á hátind ferilsins. Wayne elskar að spila fótbolta. Hann var fæddur til að gera það. Hann vekur furðu okkar á æfingasvæðinu og hungrið hjá honum verður meira með hverjum leik. Viðhorf hans og unun hans fyrir leiknum minnir mig á barn sem eyðir öllum deginum í garðinum með ekkert annað en fótbolta,“ segir Berbatov.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert