Byrjun Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ár er sú besta hjá liðinu frá tímabilinu 1960-61 en þá vann Lundúnaliðið tvöfalt. ,,Níu stig eftir þrjá leiki er frábært en mér dettur ekki í hug að líkja liðinu við Tottenham-liðið 1961-62. Það var stórkostlegt fótboltalið," sagði Redknapp eftir sigurinn á West Ham í dag.
,,Hver veit hvað við getum afrekað á þessu tímabili?Ég er ekki að segja að við getum endað á meðal fjögurra efstu enþað búa mikla hæfileikar í liðinu og ég hef mikla trú á því. Þetta keppnistímabil gæti orðið mjög opið. Manchester City mun eflaust reyna að blanda sér í baráttu þeirra fjögurra efstu og það er engin ástæða til annars en að við reynum það líka,“ sagði Redknapp.