Lennon skaut Tottenham í toppsætið

Jonathan Spector og Matthew Upson í baráttu við Jermain Defoe …
Jonathan Spector og Matthew Upson í baráttu við Jermain Defoe á Bolyen Ground í dag. Reuters

Aaron Lennon skaut Tottenham í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:2 sigri Tottenham á West Ham á Boylen Ground í dag. 

Carlton Cole kom West Ham yfir með frábæru marki í byrjun seinni hálfleiks en honum urðu svo á skelfileg mistök fimm mínútum síðar. Cole sendi boltann af löngu færi beint á Jermain Defoe sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Lennon svo sigurmarkið með góðu skoti eftir mistök varnarmannsins Jonthans Spectors.

Tottenham hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína og hefur 9 stig en West Ham hefur 3 stig eftir tvo leiki.

West Ham - Tottenham bein lýsing

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert