Vidic gæti fengið leikbann

Nemanja Vidic, Serbinn öflugi í liði Manchester United.
Nemanja Vidic, Serbinn öflugi í liði Manchester United. Reuters

Nemanja Vidic, serbneski miðvörðurinn í liði Manchester United, gæti átt yfir höfði sér leikbann vegna atviks sem átti sér stað í leik United og Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Vidic á að hafa slegið til Hugo Rodallega. Atvikið fór framhjá Howard Webb dómara leiksins en Vidic gæti verið í vondum málum því enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða upptöku af leiknum.

Niðurstaðan gæti orðið þriggja leikja bann og það er eitthvað sem Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri United gæti illa sætt sig við þar sem Rio Ferdinand er frá vegna meiðsla og Johnny Evans er einnig að glíma við meiðsli og gæti þurft að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert