Ferguson býst við erfiðum ferðalögum

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir lið sitt eiga erfiða leiki framundan í Meistaradeild Evrópu, en dregið var í riðlakeppninni í dag, þar sem liðið mætir CSKA Moskvu, Besiktas og Wolfsburg.

„Þetta eru allt erfiðir leikir, sérstaklega ferðalögin til Rússlands og Tyrklands. CSKA liðið hefur styrkts í gegnum árin og að leika í Tyrklandi er allataf erfitt. Við vitum einnig af gæðum Wolfsburg, miðað við hvað þeir afrekuðu í deildinni heimafyrir,“ sagði Ferguson, en Wolfsburg er þýskur meistari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert