Framherjinn Tommy Smith er kominn til Hermanns Hreiðarssonar og félaga hans í Portsmouth. Smith gerði fjögurra ára samning við suðurstrandarliðið en hann kemur til þess frá Watford.
Talið er Portsmouth greiði 1,8 milljónir punda fyrir þennan 29 ára gamla sóknarmann en Íslendingaliðið Reading reyndi einnig að fá hann til liðs við sig.
Hann er fimmti leikmaðurinn sem Portsmouth fær til sín í sumar en sá fyrsti sem það þarf að greiða fyrir. Áður höfðu þeir fengið án greiðslu meðal annars markvörðinn Antti Niemi, Aaron Mokoena og Steve Finnan.