Brown til liðs við Portsmouth

Michael Brown er kominn til Portsmouth
Michael Brown er kominn til Portsmouth Reuters

Miðvallarleikmaðurinn Michael Brown er kominn til Hermanns Hreiðarssonar og félaga hans í Portsmouth en leikmaðurinn skrifaði í dag undir tveggja ára samning við suðurstrandarliðið.

Brown er 32 ára gamall sem kemur til Porsmouth frá Wigan en þar áður var hann í herbúðum Fulham. Browen er alveg ókunnugur Portsmouth en hann lék fjóra leiki með því sem lánsmaður fyrir áratug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert