Gerrard tryggði Liverpool sigur

Fabrice Muamba reynir hér að stöðva Steven Gerrard fyrirliða Liverpool.
Fabrice Muamba reynir hér að stöðva Steven Gerrard fyrirliða Liverpool. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool tryggði sínum mönnum sigur gegn Bolton á Reebok í dag. Liverpool lenti tvívegis undir í leiknum en vendipunktur leiksins varð á 54. mínútu þegar Sean Davis var rekinn af velli. Tveimur mínútum síðar jafnaði Torres og stundarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Gerrard sigurmarkið með þrumufleyg.

Grétar Rafn Steinsson lék síðustu 20 mínúturnar með Bolton sem er enn á stiga. Kevin Davies og Amir Cohen gerðu mörk liðsins en Glen Johnson bakvörðurinn skemmtilegi gerði fyrsta mark Liverpool.

Tottenham komst að nýju upp að hlið Chelsea í toppsæti deildarinnar með því merja 2:1 sigur á Birmingham. Aaron Lennon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en fyrra mark Tottenham skoraði risinn Peter Crouch.

Stoke vann sætan sigur á Sunderland á heimavelli sínum, 1:0. Dave Kitson skoraði sigurmarkið á markamínútunni, þeirri 43.

Wolves og Hull skildu jöfn, 1:1. Geovanni kom gestunum í Hull yfir strax á 3. mínútu en Richard Stearman jafnaði fyrir Úlfanna í upphafi seinni hálfleiks.

Þá gerðu Blackburn og West Ham markalaust jafntefli á Ewood Park.


Beinar lýsingar:

Bolton - Liverpool, bein lýsing 

Blackburn - West Ham, bein lýsing

Tottenham - Birmingham, bein lýsing

Stoke - Sunderland, bein lýsing

Wolves - Hull, bein lýsing

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert