Manchester United lagði Arsenal, 2:1

Robin van Persie og Nemanja Vidic í baráttunni á Old …
Robin van Persie og Nemanja Vidic í baráttunni á Old Trafford í dag. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United lögðu Arsenal, 2:1, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal komst yfir í fyrri hálfleik með frábæru marki frá Rússanum Andrey Arshavin en United tryggði sér sigur í seinni hálfleik.

Wayne Ronney jafnaði metin úr vítaspyrnu á 59. mínútu sem hann fékk sjálfur eftir að Manuel Almunina markvörður Arsenal braut á honum innan teigs og fimm mínútum síðar varð Vassirik Diaby fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark eftir aukaspyrnu frá Ryan Giggs.

Arsenal hélt sig hafa jafnað metin í uppbótartíma þegar Van Persie skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu og í kjölfari var Wenger rekinn upp í stúku fyrir mótmæli.

Þar með tapaði Arsenal sínum fyrsta leik á tímabilinu en liðið hefur 6 stig eftir þrjá leiki en United 9 stig eftir fjóra leiki. Arsenal veitt meisturunum svo sannarlega harða keppni en leikurinn var í járnum allan tímann. 

Manchester United - Arsenal, bein lýsing


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka