Rooney: Veit enginn hver er vítaskyttan

Wayne Rooney og William Gallas í baráttu um boltann á …
Wayne Rooney og William Gallas í baráttu um boltann á Old Trafford í gær. Reuters

,,Það veit í raun enginn hver vítaskyttan er eftir að Ronaldo fór. Því miður náði Carrick ekki að skora úr vítinu á móti Burnley og ég sagði eftir það að ég vildi taka víti og sem betur fer skoraði ég," sagði Wayne Rooney leikmaður Manchester United eftir leikinn við Arsenal en hann jafnaði metin fyrir sína menn úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Manuel Almunina markvörður Arsenal felldi Rooney innan teigs.

,,Mér fannst við mun betri aðilinn í seinni hálfleik. Arsenal var töluvert með boltann en ógnaði ekki mikið. Við vissum að við yrðum að bæta leik okkar í seinni hálfleik og við gerðum það.

Árangur okkar á móti stóru liðunum í fyrra var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Arsenal byrjaði tímabilið vel og þar sem við höfðum þegar tapað einum leik þá urðum við að vinna og það var frábært að það skildi takast,“ sagði Rooney.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert