John Terry: Mikið áfall

John Terry fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins ræðir við fréttamann …
John Terry fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins ræðir við fréttamann í dag. Reuters

John Terry fyrirliði Chelsea segist hafa orðið mjög hissa þegar hann heyrði af úrskurði Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær en samkvæmt honum má Chelsea ekki fá nýja leikmenn til félagsins fyrr en árið 2011.  Chelsea var fundið sekt um að hafa lokkað táninginn Gael Kakuta  á ólöglegan hátt í sínar raðir frá franska liðinu Lens.

Terry var fyrirskipað af forráðamönnum Chelsea að tjá sig ekki um málið en á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag var hann inntur álits.

,,Hver eru viðbrögð mín við úrskurði FIFA? ,,Þetta er mikið áfall og það er erfitt að kyngja þessu. Það er erfitt fyrir mig að ræða þetta. Ég talaði við menn frá Chelsea í gærkvöld og í morgun og þeir óskuðu eftir því að ég ætti ekki að ræða þetta mál. Chelsea mun áfrýja þessum úrskurði en þar sem hún hefur ekki verið send inn þá get ég ekki tjáð mig frekar,“ sagði Terry.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert