BBC hefur upplýst að Liverpool sé félagið sem Crewe Alexandra, félag Guðjóns Þórðarsonar, hefur kvartað yfir til enska knattspyrnusambandsins. Málið snýst um 15 ára gamlan leikmann Crewe, Max Clayton, sem Liverpool hefur verið á höttunum á eftir í hálft annað ár.
Dario Gradi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Crewe, skýrði frá því í gær að Crewe hefði kvartað yfir framferði ensks stórliðs en upplýsti ekki þá hvert það væri.