City á sigurbraut - Benayoun með þrennu fyrir Liverpool

Emmanuel Adebayor skoraði eitt af mörkum City gegn sínum gömlu …
Emmanuel Adebayor skoraði eitt af mörkum City gegn sínum gömlu félögum í Arsenal. Reuters

Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag. City tók á móti Arsenal og fór með sigur af hólmi, 4:2. Liðið hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína í deildinni. Liverpool burstaði nýliða Burnley á Anfield, 4:0, og á Britannia vellinum í Stoke tryggði Malouda Chelsea sigur með einni af síðustu spyrnu leiksins.

Shaun-Wright Phillips, Craig Bellamy, Emmanuel Adebayor og sjálfsmark Almuna markvarðar Arsenal sáu um að skora mörkin fyrir Manchester City en þeir  Robin van Persie og Tomas Rosický gerðu mörk Arsenal.

Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun skoraði þrennu fyrir Liverpool sem burstaði Burnley á Anfield. Dirk Kuyt skoraði fjórða markið. Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðasta korterið fyrir Burnley.

Florent Malouda var hetja Chelsea en Frakkinn skoraði sigurmark Chelsea í uppbótartíma þegar Chelsea lagði Stoke á útivelli, 2:1. Chelsea hefur þar með unnið alla fimm leiki sína og er í toppsæti deildarinnar. Fyrra mark Chelsea skoraði Didier Drogba en  Abdoulaye Faye skoraði mark Stoke og kom því yfir.

Grétar Rafn Steinsson lagði upp fyrsta mark Bolton sem fékk sín fyrstu stig í deildinni á tímabilinu þegar liðið sigraði Portsmouth á útivelli, 3:2. Poertsmouth hefur þar með tapað öllum fimm leikjum sínum.

Beinar lýsingar:

Sunderland - Hull, bein lýsing

Liverpool - Burnley, bein lýsing

Blackburn - Wolves, bein lýsing

Man.City - Arsenal, bein lýsing

Stoke - Chelsea, bein lýsing

Wigan - West Ham, bein lýsing

Portsmouth - Bolton, bein lýsing

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert