Sanngjarn sigur United á White Hart Lane

Írarnir Robbie Keane og John O' Shea í baráttunni á …
Írarnir Robbie Keane og John O' Shea í baráttunni á White Hart Lane. Reuters

Englandsmeistarar Manchester United lögðu Tottenham, 3:1, á White Hart Lane í dag og þar með tapaði Tottenham sínum fyrstu stigum á leiktíðinni. Úrslitin koma kannski ekki á óvart enda hefur United haft ógnartak á Tottenham, sem hefur ekki farið með sigur gegn rauðu djöflunum síðan 2001.

Tottenham komst yfir með marki frá Defoe eftir aðeins 48 sekúndur en meistararnir sýndu svo sannarlega styrk sinn og þeir innbyrtu sanngjarnan sigur. Giggs, Anderson og Rooney settu mörkin fyrir United og það breytti litlu þó svo Paul Scholes fengi að líta rauða spjaldið á 58. mínútu.

Chelsea er þar með eitt í efsta sætinu með 15 stig en þar á eftir koma Manchester United, Manchester City og Tottenham með 12 stig.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert