Emmanuel Adebayor framherji Manchester City gæti átt yfir höfði sér leikbann en enska knattspyrnusambandið skoðar nú tvö atvik sem Tógómaðurinn kom við sögu í leik City og Arsenal í gær.
Annars vegar er það þegar Adebayor hljóp yfir allan völlinn og fagnaði marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal og hins vegar þegar hann traðkaði ofan á fyrrum samherja sínum, Robin van Perise. Mark Clattenburg dómari leiksins áminnti Adebayor eftir fögnuð hans en hann aðhafðist ekkert þegar Tógómaðurinn lenti í rimmunni við Van Persie.