Adebayor í þriggja leikja bann

Emmanuel Adebayor í baráttu við Robin van Persie.
Emmanuel Adebayor í baráttu við Robin van Persie. Reuters

Emmanuel Adebayor framherji Manchester City var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að traðka ofan á Robin van Persie í viðureign Manchester City og Arsenal um síðustu helgi.

Hann verður því ekki með City í stórleiknum á móti Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn og hann verður einnig fjarri góðu gamni í í leik á móti West Ham í úrvalsdeildinni og Fulham í deildabikarnum.

Tógómaðurinn gæti hins vegar átt yfir höfði sér fleiri leiki í bann því eftir á að taka fyrir aðra ákæru á hendur honum sem er þegar hann ögraði stuðningsmönnum Arsenal með því að fagna marki sínum fyrir framan þá. Hann hefur frest til loka mánaðarins til að svara þeirri ákæru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka