Ferguson biðlar til Scholes að halda áfram

Paul Scholes.
Paul Scholes. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vill að Paul Scholes fresti því að leggja skóna á hilluna og er reiðubúinn að gera við hann nýjan eins árs samning. Scholes, sem verður 35 ára gamall í nóvember, hyggst ljúka glæsilegum ferli sínum hjá Manchester-liðinu eftir tímabilið en Ferguson er á öðru máli.

,,Ég held ekki að þetta verði síðasta tímabilið hjá Paul, ekki eins og hann er að spila. Hann mun ekki spila alla leiki okkar á tímabilinu en ef ég næ 25 leikjum út úr honum eins og hann spilaði á móti Tottenham um síðustu helgi verð ég mjög ánægður,“ segir Ferguson en Scholes skoraði sigurmark United gegn Besiktas í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Scholes hefur leikið allan sinn feril með Manchester United en miðjumaðurinn knái lék sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins árið 1994. Hann hefur 9 sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester United, hefur unnið bikarinn tvisvar og í tvígang verið í sigurliði United í Meistaradeildinni auk fleiri titla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert