Breska götublaðið The Sun greinir frá því dag að Martin O'Neill knattspyrnustjóri Aston Villa og varnar- og miðjumaðurinn Nigel Reo-Coker hafi lent í áflogum á æfingu Villa-liðsins í gær og fylgdust leikmenn liðsins skelfingu losnir með handarlögmálum kappanna.
Reo-Coker hefur ekki farið leynt með það að hann er ósáttur með stöðu sína hjá Aston Villa en hann hefur verið úti og inni í liðinu. Honum gramdist mjög þegar honum var kippt útaf í borgarslagnum á móti Birmingham um síðustu helgi og þá hefur hann verið ósáttur með að spila í stöðu hægri bakvarðar.