Chelsea sigraði Tottenham örugglega, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í dag. Chelsea hefur þar með unnið sex fyrstu leiki sína og er með 18 stig á toppnum en Manchester United er með 15 stig í öðru sæti.
Ashley Cole kom Chelsea yfir á 31. mínutu með skalla eftir flotta sendingu frá Didier Drogba frá hægri. Cole skutlaði sér fram og skallaði í netið.
Michael Ballack kom Chelsea í 2:0 á 58. mínútu. Didier Drogba skaut, Carlo Cudicini varði en Frank Lampard náði boltanum, renndi honum út á Ballack sem skoraði af markteig.
Didier Drogba skoraði þriðja markið á 63. mínútu eftir að hafa sloppið innfyrir vörn Tottenham.