Man.City ætlar ekki að refsa Bellamy

Craig Bellamy fagnar öðru tveggja marka sinna í leiknum við …
Craig Bellamy fagnar öðru tveggja marka sinna í leiknum við United. Reuters

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City ætla ekki að refsa framherjanum Craig Bellamy fyrir að slá áhorfenda sem hljóp inná völlinn eftir leikinn gegn  Manchester United í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Mál Bellamys er til skoðunar hjá lögreglunni í Manchester sem yfirheyrði hann á vellinum, strax eftir atvikið.

„Ég sá ekki atvikið en þessi maður átti ekki að fara inná völlinn. Það er ekki ásættanlegt. Brian Clough varð þjóðhetja þegar hann sneri uppá eyrað á áhorfenda í þessari aðstöðu. Þannig ætti það að vera með Craig, en ég býst þó ekki við því," sagði Mark Hughes knattspyrnustjóri City.

Mark Bowen, aðstoðarmaður Hughes, sagði að Bellamy hefði verið að verja sig. „Mér skilst að hann hafi haldið að maðurinn ætlaði að hrækja framaní sig eða eitthvað slíkt, hann var kominn alveg uppað honum. Craig ýtti honum bara í burtu með flötum lófa," sagði Bowen við BBC.

Bellamy skoraði tvö marka City í leiknum og jafnaði 3:3 í þann veginn sem venjulegur leiktími rann út. Michael Owen skoraði síðan sigurmark United, 4:3, á sjöttu mínútu í uppbótartíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert