Ferguson skiptir um markvörð

Ben Foster ver mark United á ný.
Ben Foster ver mark United á ný. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að skipta um markvörð á ný fyrir leikinn gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en viðureignin hefst á Old Trafford klukkan 16.30.

Tomasz Kuszczak varði mark United gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í vikunni en Ferguson hefur gefið út að Ben Foster verði á milli stanganna á ný í dag.

Þessir 19 leikmenn United mæta til leiks í dag: Foster, Kuszczak, Neville, O'Shea, Brown, Ferdinand, Vidic, Evans, Evra, Fabio, Valencia, Anderson, Carrick, Fletcher, Gibson, Giggs, Nani, Rooney, Berbatov.

Leikir dagsins í úrvalsdeildinni eru þessir:

14.00 Bolton - Tottenham
14.00 Burnley - Birmingham
14.00 Hull - Wigan
14.00 Wolves - Portsmouth
16.30 Manchester United - Sunderland

Leikir morgundagsins:

12.30 Arsenal - Blackburn
14.00 Everton - Stoke
14.00 West Ham - Fulham
15.00 Chelsea - Liverpool

Aston Villa og Manchester City mætast síðan á mánudagskvöldið klukkan 19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert