Chelsea sigraði Liverpool, 2:0, í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag. Chelsea er þá komið með 21 stig en Manchester United er í öðru sæti með 19 stig.
Liverpool situr eftir með 15 stig í fimmta sæti deildarinnar og hefur nú tapað þremur af fyrstu átta leikjum sínum en tapaði aðeins tveimur leikjum í deildinni allt síðasta tímabil.
Chelsea náði forystunni á 60. mínútu þegar liðið náði góðri skyndisókn, Didier Drogba sendi fyrir mark Liverpool frá vinstri og Nicolas Anelka skoraði með viðstöðulausu skoti, 1:0.
Það var síðan komið fram í uppbótartíma þegar Drobga tók við boltanum hægra megin í vítateignum, reif sig framhjá tveimur varnarmönnum Liverpool og sendi hann inní markteiginn þar sem Florent Malouda kom á ferðinni og skoraði, 2:0.
Liðin voru þannig skipuð:
Chelsea: Hilario, Ivanovic, Carvalho, Terry, Ashley Cole, Ballack, Essien, Lampard, Anelka, Deco, Drogba.
Varamenn: Turnbull, Joe Cole, Malouda, Zhirkov, Kalou, Sturridge, Belletti.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Insua, Kuyt, Mascherano, Lucas, Riera, Gerrard, Torres.
Varamenn: Cavalieri, Agger, Aurelio, Benayoun, Kyrgiakos, Babel, Ngog.