Foster er frá vegna meiðsla

Ben Foster meiddist í leiknum við Sunderland.
Ben Foster meiddist í leiknum við Sunderland. Reuters

Markvörðurinn Ben Foster er meiddur á brjóstkassa og var af þeim sökum ekki valinn í enska landsliðshópinn í knattspyrnu í gærkvöld, að því er félag hans, Manchester United, gaf út í dag.

Það vakti athygli að Foster var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Úkraínu og Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM og engin ástæða var gefin fyrir því að hann var ekki í hópnum og David James kallaður inn í staðinn.

Foster varð fyrir meiðslunum í leiknum við Sunderland í fyrradag en hann var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína þar, sérstaklega fyrir að ráða ekki við Kenwyne Jones sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf þrátt fyrir úthlaup Fosters.

Markvörðurinn á síðan eftir að fá harða samkeppni um stöðuna í liði Manchester United því hinn reyndi Edwin van der Sar er að ná sér af meiðslum og reiknað er með að hann verði leikfær eftir landsleikjahléið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert