Michael Owen framherji Manchester United segist byrjaður að leiða hugann að viðureign Manchester United og Liverpool sem mætast á Anfield þann 25. þessa mánaðar.
Owen lék um árabil með Liverpool og hann segist alveg gera sér grein fyrir að margir stuðningsmenn Liverpool sætta sig ekki við að sjá hann í búningi United og þar að leiðandi verði hávaðinn mikill á Anfield.
,,Þetta verður öðruvísi, það verður miklu meiri hávaði. Ég hef leikið nokkrum sinnum á móti Liverpool með Newcastle en ég hlakka mikið til þessa leik sem fram undan er,“ sagði Owen við Sky Sports en hann er að jafna sig af nárameiðslum og vonast til að verða klár um aðra helgi þegar United mætir Bolton.
,,Eins og ávallt þegar United og Liverpol eigast við verður þetta hörkuleikur á milli tveggja heimsklassa liða. Þetta ætti að verða góður leikur og spennandi dagur.“