Ferguson biður Wiley afsökunar

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Reuters

 Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur beðið Alan Wiley dómara afsökunar á ummælum sínum sem hann viðhafði eftir leik Manchester United og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
 
Ferguson sagði eftir leikinn að Wiley væri ekki neinu líkamlegu standi til að dæma og orðrétt sagði skoski knattspyrnustjórinn;

,,Þessi leikur var svo hraður að það hefði þurft dómara sem væri í standi. Hann var ekki í ástandi til að dæma leikinn. Erlendis geta dómararnir hlaupið eins og hundar. Þessi eyddi 30 sekúndum í að gefa leikmanni áminningu, bara til að ná andanum sjálfur. Þetta var fáránleg. Hann vildi líka fá meira en 4 mínútur í uppbótartíma vegna tafa sem hefðu orðið við jöfnunarmarkið. „Hann bætti við 4 mínútum og 2 sekúndum en samt þurfti hann sjálfur að ganga að miðju vallarins eftir markið til að ná að hvílast aðeins

Í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Manchester United segir meðal annars:

,,Ég bið herra Wiley afsökunar fyrir öll vandræðin sem athugasemdir mínar hafa valdið og enska knattspyrnusambandið fyrir að ég skildi koma fram með skoðanir mínar í viðtölum. Eftir á að hyggja þá viðurkenni ég að þetta voru óviðeigandi ummæli. Ég hef í hyggju að hafa samband við hann eftir að ég kem heim frá útlöndum. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir heiðarleika Wiley. Ég meinti ekkert með því að Wiley væri:

 - lélegur dómari

-  hlutdrægur

- að ákvarðanir hans á meðan leiknum stóð hefðu verið rangar

- að hann hefði misst af öllum mikilvægum atvikum leiksins





 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert