Vill að Capello velji Beckham ekki oftar

David Beckham í leik Englendinga og Hvít-Rússa á Wembley í …
David Beckham í leik Englendinga og Hvít-Rússa á Wembley í gær. Reuters

Goðsögnin Jimmy Greaves, sem gerði garðinn frægan á árum áður sem framherji Tottenham og enska landsliðsins í knattspyrnu, segir tímabært að Fabio Capello landsliðsþjálfari hætti að velja David Bechkham í enska landsliðshópinn.

,,Þú verður að losa þig við gamla leikmenn því þeir geta verið of lengi til staðar. Það skiptir ekki hversu frábærir leikmenn þeir voru, það kemur að því að þeirra tími er liðinn, annars væru Geoff Hurst og Bobby Charlton enn að spila fyrir England. Persónulega þá myndi ég ekki velja Beckham oftar. Ég mundi gefa eitthvað af yngri mönnum tækifæri til að öðlast reynslu í staðinn,“ sagði Greaves í viðtali við vikublaðið Canary Wharf.

Greaves segir fólk ýkja aðeins um of hvað varðar möguleika enska landsliðsins á HM í Suður-Afríku.

,,Við ættum að vera með aðeins raunhæfari væntingar. Liðin frá Suður-Ameríku er virkilega góð, það er sex lið fyrir utan Englands í Evrópu sem eiga góða möguleika og ég held að Didier Drogba og félagar hans í Fílabeinsströndinni geti komið sumum á óvart,“ segir Greaves.

Greaves, sem er 69 ára gamall, varð heimsmeistari með Englendingum á HM sem haldin var á Englandi árið 1966. Hann lék 57 landsleiki og náði þeim frábæra árangri að skora 44 mörk í þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert