Chelsea hefur áfrýjað úrskurði Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, um að félagið megi ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en árið 2011 til íþróttadómstólsins í Sviss sem er sérstakur gerðardómur.
FIFA úrskurðaði að Chelsea hefði brotið reglur með því að hvetja Gael Kakuta til að rifta samningi sínum við franska liðið Lens árið 2007 en hann var þá aðeins 16 ára gamall.
Í september kvað FIFA upp þann úrskurð að Chelsea mætti ekki semja við nýja leikmenn fyrr en árið 2011 og var Lundúnaliðið dæmt til að greiða Lens skaðabætur upp á 130.000 evru.