Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur staðfest að hinn 35 ára gamli Sol Campbell sé að æfa með liðinu en ekki standi til að semja við leikmanninn. Campbell er fyrirliði Arsenal sem var á mála hjá Portsmouth þangað til í sumar. Hann gerði síðan fimm ára samning við 3. deildarliðið Notts County en yfirgaf liðið fyrir skömmu eftir aðeins einn leik með því.
,,Við erum að hjálpa honum að komast í form en það nær svo ekkert lengra en það,“ sagði Wenger við fréttamenn í dag.
Campbell ætlar að komast að hjá einhverju liði þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar en nokkur áhugi er hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni að tryggja sér þjónustu hans og þá er WBA áhugasamt að fá miðvörðinn sterka í sínar raðir.