,,Ég sagði það fyrir leikinn að ef þú ert góður fótboltamaður þá einbeitir þú þér að boltanum. Ég held að mínir menn hafi gert það og það vel," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United eftir sigurinn á CSKA en hann hafði engar áhyggjur fyrir leikinn af gervigrasinu á Luzhniki vellinum.
,,Mér fannst við hafa góð tök á leiknum og markið hans Antonio var gott,“ sagði Ferguson, sem er kominn með hugann við leikinn gegn Liverpool á sunnudaginn. Ferguson ákvað að taka Paul Scholes og Rio Ferdinand af velli í seinni hálfleik í varúðarskyni. Brasilíumaðurinn Fabio fór haltur af velli undir lokin en Ferguson sagði að aðeins um krampa hefði verið að ræða. ,,Fabio var hreint frábær í leiknum. Hann er klassaleikmaður og ekki gleyma því að hann er bara 18 ára gamall.“