Mikil vandræði hjá Liverpool

Glen Johnson er kominn í hóp þeirra meiddu á Anfield.
Glen Johnson er kominn í hóp þeirra meiddu á Anfield. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, glímir ekki aðeins við þau vandamál sem fylgja fjarveru Stevens Gerrards og Fernandos Torrres. Hann kveðst ekki hafa hugmynd um hvernig liði hann stilli upp gegn Manchester United í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Glen Johnson varð að hætta við þátttöku í leiknum gegn Lyon í gærkvöld á síðustu stundu vegna meiðsla og varamaður hans, Martin Kelly, meiddist á ökkla í leiknum. Albert Riera þarf í myndatöku vegna mögulegrar tognunar í læri, Gerrard fór af velli á ný vegna nárameiðslanna og tvísýnt er hvort Torres verði búinn að jafna sig fyrir sunnudag.

„Ég man ekki eftir því að hafa lent í svona vandræðum," sagði Benítez við BBC en hann sætir nú vaxandi gagnrýni eftir fjóra ósigra Liverpool í röð. Slíkt hefur ekki gerst síðan í apríl árið 1987 og nú blasir við erfiður slagur við meistarana í Manchester United.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert