Benítez: Óttast ekki að missa starfið

Rafael Benítez segir að næsti sigur muni snúa gengi liðsins …
Rafael Benítez segir að næsti sigur muni snúa gengi liðsins við. Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi síðdegis að hann óttaðist ekki að missa starfið þrátt fyrir slæmt gengi í síðustu leikjum. Enskir miðlar hafa í dag orðað bæði Jürgen Klinsmann og Kenny Dalglish við starfið.

„Ég er mjög afslappaður hvað mína stöðu varðar, þar sem ég hef góða tilfinningu fyrir því sem fer fram á æfingasvæðinu frá degi til dags. leikmenn okkar vita að við höfum gert góða hluti, og við þurfum ekki að breyta miklu. Þetta er fyrst og fremst spurning um sjálfstraust, og það kemur um leið og fyrsti sigurinn fellur með okkur á ný," sagði Benítez.

„Ég er viss um að þegar við vinnum leik mun allt breytast. Leikurinn við United gæti verið rétta tækifærið því þetta er stórleikur gegn erkifjendunum. Stuðningsmenn okkar munu styðja við okkur frá fyrstu til síðustu mínútu og það getur gert útslagið," sagði Benítez en Liverpool fær Manchester United í heimsókn á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka