Brynjar Björn kallar eftir samheldni

Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson. AP

Brynjar Björn Gunnarsson kallar eftir samheldni og vill að stuðningsmenn Reading þjappi sér á bakvið liðið og knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. Eftir 4:1 tap Reading gegn QPR í vikunni er Íslendingaliðið í 21. sæti og viðurkennir Brynjar að allir hjá félaginu hafi reiknað með betri frammistöðu en raun ber vitni.

,,Ég get vel skilið gremju stuðningsmanna okkar. Við höfum átt þrjú eða fjögur góð ár hjá Reading og leikmenn sem og stuðningsmenn reiknuðum með að vera í baráttu um að komast upp um deild. En við erum þar sem við erum og nú þurfum við að standa saman og styðja stjórann. Við þurfum að koma okkur út út þessum vandræðum og fara innbyrða stig,“ segir Brynjar Björn en Reading fær Leicester í heimsókn í ensku 1. deildinni á mánudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka