Sanngjarn sigur Liverpool á Manchester United

Fernando Torres og Nemanja Vidic í skallaeinvígi á Anfield í …
Fernando Torres og Nemanja Vidic í skallaeinvígi á Anfield í dag. Reuters

Eftir fjóra ósigra í röð komst Liverpool á sigurbraut á ný með því að leggja Englandsmeistara Manchester United 2:0, á Anfield. Fernando Torres og David N`Gog gerðu mörk Liverpool í seinni hálfleik og var sigur heimamanna sanngjarn. Tvö rauð spjöld fóru á loft undir lokin en Nemanja Vidic og Javier Mascherano fengu báðir að líta gula spjaldið öðru sinni.

Bein textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

Leik lokið, 2:0 fyrir Liverpool.

90+5 MARK!!Varamaðurinn David N`Gog tryggir Liverpool sigurinn þegar hann skorar annað mark Liverpool eftir sendingu frá Lucasi Leiva.

90+4 Mascherano fær að líta sitt annað gula spjald og er rekinn af velli fyrir brot á Van der Sar.

Fimm mínútum er bætt við tímann á Anfield.

88. RAUTT spjald!! Nemanja Vidic er rekinn af velli í þriðja leiknum í röð á móti Liverpool. Serbinn fær sitt annað gula spjald fyrir brot á Dirk Kuyt.

85. Jamie Carragher fær gult spjald fyrir að brjóta á fyrrum félaga sínum, Michael Owen, sem var að sleppa einn í gegn. 

83. Antonio Valencia á skot í slánna úr þröngu færi eftir undirbúning frá Michael Owen.

80. Markaskorarinn Fernando Torres er tekinn af velli og í hans stað kemur hinn ungi David Ngog.

74. Vidic fær að líta gula spjaldið og það skildi þó ekki fara svo að Serbinn fengi rautt í þriðja leiknum í röð í viðureign þessara liða.

73. Tvöföld skipting hjá United. Berbatov og Scholes fara af velli en inná koma Nani og Owen. Stuðningsmenn Liverpool á Owen.

71. Javier Mascherano er færður til bókar.

65. MARK!! Fernando Torres skorar með góðu skoti úr markteignum og kemur Liverpool í, 1:0.

46. Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleiknum.

45. Andre Mariner hefur flautað til leikhlés á Anfield. Staðan er, 0:0 í gríðarlegum baráttuleik þar sem Liverpool hefur verið öllu sterkari aðilinn. Heimamenn hefðu átt að fá dæmda vítaspyrnu þegar Berbatov togaði Kuyt niður í teignum en Andre Mariner virtist ekki taka eftir broti Búlgarans sem hefði getað fokið útaf því hann hafði áður fengið gult spjald.

37. Dimitar Berbatov fer í bókina hjá Andre Mariner og þar með hafa tveir leikmenn United fengið að líta gula spjaldið.

36. Fabio Aurelio komst í ágætt færi en Van der Sar varði kollspyrnu Brasilíumannsins örugglega.

20. Fyrsta góða sókn United endar með kollspyrnu frá Rooney en Pepe Reina var vel á verði í marki Liverpool.

18. Dirk Kuyt komst í upplagt færi en skot Hollendingsins var frekar misheppnað og fór framhjá. Færið fékk Liverpool eftir að Scholes hafði misst boltann klaufalega frá sér á miðjunni. Liverpool byrjar betur.

16. Stórsókn hjá Liverpool. Fyrsti varði Van der Sar aukaspyrnu frá Aurelio með glæsibrag og hann varði aftur skot frá Kuyt sem náði frákastinu.

15. Fyrsta gula spjaldið er komið á loft. Það fær Patrice Evra fyrir brot á Fernando Torres.

10. Liðin eru að þreifa fyrir sér og engin marktækifæri hafa litið dagsins ljós enn sem komið er. Það er kraftur í leikmönnum Liverpool.

2. Wayne Rooney kom boltanum í netið hjá Liverpool en markið réttilega dæmt vegna rangstöðu.

Glen Johnson og Wayne Rooney berjast um boltann.
Glen Johnson og Wayne Rooney berjast um boltann. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert