Zola: Stoltur af mínu liði

Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Reuters

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham sagði eftir leikinn við Arsenal í kvöld að hann væri stoltur af liði sínu en eftir að hafa lent 2:0 undir í fyrri hálfleik náði West Ham að jafna metin í seinni hálfleik.

Þetta var áttundi leikur West Ham án sigurs í deildinni en strákarnir hans Zola unnu fyrsta leikinn í deildinni en hafa síðan aðeins náð að innbyrða þrjú stig.

,,Við vorum vel inni í leiknum en þá gerðum við dýrkeypt mistök og þar sem sjálfstraustið er ekki nógu mikið var staðan ekki góð hjá okkur eftir fyrri hálfleikinn. En ég sagði í búningsklefanum í hálfleik að ég skildi sjá þá koma til baka og það gerðu þeir. Ég er stoltur af þeim og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta stig sem við fengum,“ sagði Zola.

Arsene Wenger; .,,Þetta voru mikil vonbrigði. Mér fannst við spila vel en vorum óheppnir með nokkrar ákvarðanir. West Ham var að berjast fyrir lífi sínu og leikmenn liðsins gerðu okkur erfitt fyrir. Í heildina séð spiluðum við góðan fótbolta en við náðum að skora þriðja markið til að gera út um leikinn þrátt fyrir að við höfum fengið fullt af færum til að gera það,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert