Ferguson íhugar að skella Ferdinand á bekkinn

Rio Ferdinand hefur spilað í síðustu leikjum Manchester United og …
Rio Ferdinand hefur spilað í síðustu leikjum Manchester United og enska landsliðsins. Reuters

Sterkur orðrómur er í gangi Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United muni skella Rio Ferdinand á bekkinn þegar Englandsmeistararnir taka á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Ferguson er sagður vera hundónægður með frammistöðu varnarmannsins í síðustu leikjum bæði með enska landsliðinu og United.

Ferdinand urðu á skelfileg mistök í leik United og Manchester City á dögunum þegar Craig Bellamy jafnaði metin og slæm varnarmistök hans urðu til þess að Robert Green markvörður enska landsliðsins var sendur af velli í viðureign Englendinga og Úkraínumanna í undankeppni HM.

Um síðustu helgi leit Ferdinand ansi illa út þegar Fernando Torres kom Liverpool á bragðið og þessi mistök gætu nú kostað hann sæti í liði Englandsmeistaranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert