Arsenal hafði betur gegn Liverpool

Fran Merida fagnar eftir að hafa komið Arsenal yfir gegn …
Fran Merida fagnar eftir að hafa komið Arsenal yfir gegn Liverpool. Reuters

Arsenal lagði Liverpool að velli, 2:1, í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í London í kvöld. Chelsea og Manchester City komust einnig í átta liða úrslitin eftir stórsigra.

Fran Merida kom Arsenal yfir en Emiliano Insua jafnaði fyrir Liverpool og voru bæði mörkin skoruðu með stórglæsilegum skotum. Það var síðan Nicklas Bendtner sem skoraði sigurmarkið, 2:1, í byrjun síðari hálfleiks.

Chelsea fór létt með Bolton, 4:0, en Grétar Rafn Steinsson kom á ný inní lið Bolton og spilaði fyrri hálfleikinn en var þá tekinn af velli. Salomon Kalou skoraði á 15. mínútu og Florent Malouda á 26. mínútu, Deco bætti þriðja markinu við á 67. mínútu og Didier Drogba, sem kom inná sem varamaður, innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.

Manchester City vann 1. deildarlið Scunthorpe sannfærandi, 5:1. Stephen Ireland kom City yfir strax á 3. mínútu en Jonathan Forte náði að jafna fyrir Scunthorpe á 26. mínútu. Roque Santa Cruz kom City í 2:1 fyrir hlé og í seinni hálfleik bættu Joleon Lescott, Carlos Tévez og Michael Johnson við mörkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert