Hermanni gengur illa að hrista af sér meiðslin

Hermann Hreiðarsson í baráttu við Arjen Robbe.
Hermann Hreiðarsson í baráttu við Arjen Robbe. mbl.is/Golli

Það ætlar að reynast landsliðsfyrirliðanum Hermanni Hreiðarssyni þrautinni þyngri að hrista af sér meiðslin. Nú er ljóst að hann verður ekki með Portsmouth-liðinu á morgun þegar það tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni.

Vonir stóðu til að Hermann yrði klár í slaginn í þessum mánuði en hann hefur ekkert spilað með Portsmouth á leiktíðinni. Fyrst lenti hann í því að togna í læri í æfingaleik rétt fyrir tímabilið og meiddist síðan á fæti á æfingu landsliðsins fyrir leikinn á móti Norðmönnum í undankeppni HM.

Hermanns hefur sárlega verið saknað en suðurstrandarliðið situr á botni deildarinnar með aðeins 4 stig eftir tíu leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert