Lennon og Defoe ekki með Tottenham

Jermain Defoe tekur út leikbann í liði Tottenham á morgun.
Jermain Defoe tekur út leikbann í liði Tottenham á morgun. Reuters

Tottenham verður án tveggja sterkra sóknarmanna þegar liðið sækir Arsenal heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun. Aaron Lennon hefur ekki náð sér af meiðslum sem hann hlaut gegn Stoke um síðustu helgi og markaskorarinn Jermain Defoe tekur út leikbann.

Þá er króatíski miðjumaðurinn Luka Modric enn á sjúkralistanum en þeir Ledley King og Jonathan Woodgate eru klárir í slaginn en báðir hafa átt í meiðslum og kemur víst fáum á óvart.

Tomas Rosicky, Denilson og Theo Walcott eru allir frá keppni í liði Arsenal sem og markvörðurinn Lukasz Fabianski svo líklegt er að Manuel Almunia standi á milli stanganna í fyrsta sinn frá því í september.

Norður-Lundúnaliðin eru bæði með 19 stig í 3.-4. sæti deildarinnar en viðureignin á morgun er sú 142. í röðinni í deildinni á milli þessara liða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert