Curbishley vann mál gegn West Ham

Alan Curbishley fær bætur frá West Ham.
Alan Curbishley fær bætur frá West Ham. Reuters

Alan Curbishley, fyrrum knattspyrnustjóri West Ham, vann í dag mál gegn félaginu þegar gerðardómur úrskurðaði að félaginu bæri að greiða honum bætur í kjölfar þess að hann sagði upp störfum í september 2008.

Curbishley hélt því fram að forráðamenn West Ham, sem þá var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefðu gert sér starfið óvinnandi með því að taka fram fyrir hendur sínar varðandi sölur og kaup á leikmönnum.

Gerðardómurinn, sem er á vegum Samtaka knattspyrnustjóra og Enska knattspyrnusambandsins, úrskurðaði að Curbishley hefði átt að hafa fulla stjórn á sölum leikmanna og gjörðir forráðamanna félagsins hefðu jafngilt samningsrofi við knattspyrnustjórann.

West Ham mótmælti og benti á þann kostnað sem hlotist hefði af því að ráða Gianfranco Zola sem eftirmann Curbishleys, og aðstoðarmanninn Steve Clark, en gerðardómurinn vísaði því frá.

Eftir er að ákvarða hversu háa upphæð West Ham beri að greiða Curbishley.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert