Langþráður sigur hjá West Ham

Mark Noble skoraði fyrra mark West Ham.
Mark Noble skoraði fyrra mark West Ham. Reuters

West Ham vann í kvöld langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Aston Villa, 2:1, á Upton Park. Það var Zavon Hines sem tryggði heimamönnum sigurinn með marki á lokamínútu leiksins. Mark Noble skoraði fyrra mark West Ham úr vítaspyrnu en Ashley Young jafnaði metin fyrir Aston Villa.

West Ham komst með sigrinum úr fallsæti deildarinnar og fór upp í 16. sætið með 10 stig. Aston Villa er áfram í 7. sætinu með 18 stig en liðið hefði farið uppí fjórða sætið með sigri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert