„Sinin var illa rifin“

Hermann Hreiðarsson nær ekki að spila í Lúxemborg.
Hermann Hreiðarsson nær ekki að spila í Lúxemborg. mbl.is/Eggert

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson verður ekki með í vináttuleiknum gegn Lúxemborg 14. þessa mánaðar. Hermann er enn að jafna sig af meiðslum sem hafa plagað hann síðustu mánuði en hann hefur ekkert geta leikið með Portsmouth-liðinu á leiktíðinni.

Hann tognaði fyrst aftan í læri í æfingaleik með Portsmouth í byrjun ágúst og varð síðan fyrir því óláni á æfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Norðmönnum í byrjun september að meiðast þegar sin í il hans rifnaði.

,,Sinin var illa rifin og það var lítið blóðflæði svo þetta hefur tekið sinn tíma að gróa,“ sagði Hermann.

Sjá nánar viðtal við Hermann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert