Robin van Persie framherji Arsenal var í dag útnefndur besti leikmaðurinn í októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það er sérstök dómnefnd á vegum Barclays, helsta styrktaraðila ensku úrvalsdeildarinnar, sem tekur þátt í að velja þá sem skara frammúr.
Van Persie fór mikinn með Lundúnaliðinu í mánuðinum en hann skoraði 5 mörk og lagði upp tvö fyrir félaga sína en Arsenal tapaði ekki leik í október.
Hollendingurinn, sem er 26 ára gamall, hefur sjaldan eða aldrei verið í eins góðu formi og hann er í dag en Van Persie hefur skorað 7 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.