Arsenal komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið burstaði Wolves, 4:1, á Molineux Stadium, heimavelli Úlfanna. Arsenal, sem er í miklu markastuði þessa dagana, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan eftir hann var, 3:0.
Tvö fyrstu mörkin í leiknum voru sjálfsmörk og voru Ronald Zubar og Jody Craddock þar af verki. Cesc Fabregas og Andrei Arhavin bættu svo við tveimur mörkum áður en Craddock lagaði stöðu fyrir heimamenn með sínu örðu marki í leiknum.
Arsenal hefur nú 25 stig eins og Manchester United en markatala Lundúnaliðsins er betri. Chelsea trónir á toppnum með 27 stig en liðið fær United í heimsókn á morgun.