John Terry fyrirliði Chelsea tryggði Chelsea 1:0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld. Terry skoraði markið með skalla á 76. mínútu og Chelsea er komið með fimm stiga forskot í toppsætinu.
90. Leik Lokið.
76.MARK!! John Terry skallar í netið eftir aukaspyrnu frá Frank Lampard. Fyrsta mark Terry á tímabilinu og fyrsta markið sem United fær á sig úr föstu leikatriði.
67. Wayne Rooney átti góða marktilraun en skot framherjans fór rétt framhjá marki Chelsea.
Martin Atkinson hefur flautað til leikhlés á Brúnni. Staðan er, 0:0, í frekar tilþrifalitlum leik. Liðin bera greinilega mikla virðingu fyrir hvort öðru og nánast engin alvöru marktækifæri hafa litið dagsins ljós.
32. Anelka átti lúmskt skot sem Edwin van der Sar varð að hafa sig allan við að verja.
Fyrri hálfleikurinn er hálfnaður á Stamford Bridge. Staðan er, 0:0, og engin hættuleg marktækifæri hafa litið dagsins ljós. United hefur verið heldur sterkari aðilinn.
15 mínútur eru liðnar af leiknum og hafa Englandsmeistararnir byrjað betur.