Mikil spenna er fyrir viðureign Chelsea og Manchester United en liðin mætast í sannköllum stórleik á Stamford Bridge klukkan 16 í dag. Chelsea er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig en United og Arsenal fylgja fast á eftir með 25.
Bæði lið geta teflt fram nánast sínum sterkustu liðum. Hjá United vantar Rio Ferdinand sem er meiddur, Gary Neville tekur út leikbann og Owen Hargreaves er enn að jafna sig af meiðslum. Hjá Chelsea er það aðeins Jose Bosingwa sem ekki getur verið með en hann á við meiðsli að stríða.
Nokkrar staðreyndir um rimmu Chelsea og Manchester United:
*Liðin hafa mæst 34 sinnum í úrvalsdeildinni. Chelsea hefur unnið 10 þeirra, United 10 og 14 leikjum hefur lyktað með jafntefli.
*United vann síðast á Stamford Bridge árið 2002 þegar Ryan Giggs, Ruud van Nistelrooy og Ole Gunnar Solskjær tryggðu liðinu 3:0 sigur.
*Chelsea hefur unnið 10. heimaleiki í röð í öllum keppnum. Arsenal var síðasta liðið til að fara með sigur af hólmi frá Brúnni en það var í nóvember í fyrra.
*Chelsea hefur unnið alla níu heimaleiki sína undir stjórn Carlo Ancelotti og liðið hefur ekki fengið á sig mark á Stamford Bridge síðan í 1. umferð úrvalsdeildarinnar eða í 782 mínútur.
*Chelsea hefur skorað 20 af 28 mörkum sínum í seinni hálfleik.
*Joe Cole heldur upp á 28 ára afmæli sitt í dag og komi hann við sögu leikur hann sinn 250. leik fyrir félagið.
*Manchester United hefur ekki farið með sigur af hólmi gegn ,,fjóru stóru“ liðunum á útivelli í síðustu fimm leikjum sínum.
*Manchester United er eina liðið í úrvalsdeildinni sem ekki hefur fengið á sig mark úr föstum leikatriðum.
*Martin Atkinson mun dæma leikinn á Stamford Bridge.
Líkleg byrjunarlið:
Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Carvalho, Cole, Lampard, Essien, Ballack, Deco, Anelka, Drogba.
Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Valencia, Anderson, Fletcher, Giggs, Berbatov, Rooney.