Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að lið sitt hafi alla burði til að vera með í baráttunni um meistaratitilinn í ár nái liðið að halda sama dampi en Arsenal, sem burstaði Úlfanna 4:1 í gær, er taplaust í 13 síðustu leikjum sínum.
,,Löngunin er til staðar hér til að fara alla leið. Við þurfum bara að styrkja okkar trú á því að það sé mögulegt. Það er mikilvægast að við höldum áfram að spila fyrir hvern annan og þróum okkar leikstíl. Við vorum úr leik í baráttunni um titilinn í fyrra eftir að hafa tapað 5 af fyrstu 14 leikjum okkar. Fyrir tveimur árum vorum við nálægt því að vinna fólk gleymir því. Við munum halda áfram okkar hógværð og spila okkar leik,“ segir Wenger.
Með sigrinum á Wolves í gær komst Arsenal upp í annað sætið í deildinni en Lundúnaliðið hefur verið iðið við að skora á leiktíðinni. Arsenal hefur skorað langflestu mörkin eða 36 í 11 leikjum.