Athygli vakti þegar Martin Atkinson gaf Didier Drogba gula spjaldið eftir viðskipti hans við Jonny Evans varnarmann Manchester United í viðureign Chelsea og United á Stamdford Bridge í gær. Drogba fékk fót Evans í brjóstkassann en kannski ákvað Atkinson að spjalda Fílabeinstrandarmanninn fyrir viðbrögðin þegar lá í grasinu eftir sparkið.
Það var engu líkara en að Drogba hefði fengið rafstuð þegar hann lá í grasinu eftir viðskiptin við Evans.